Nosologica (sjúkdómar)
Í febrúarmánuði kom til mín gömul kona vestan úr Flóa í Árnessýslu til að leita lækninga á óþægilegu kýli á tannholdi neðra góms. Þegar ég ætlaði að stinga á því með hnífsoddi, fann ég eitthvað hart fyrir egginni, og sem ég hreyfði meira við þessu, datt kýlið af, eins og það lagði sig. Sá ég þá, að þetta var Patella (olbogaskel), og var dýrið lifandi innan í skelinni og mun stærra en títuprjónshaus. Hafði það sogið sig fast við tannholdið og angrað það, svo að sárindi og þroti mynduðust í kring, en skelin sjálf var orðin hulin seigu slími (materia plastica). Við nánari eftirgrennslan varð ég þess vísari, að konan hafði fyrst orðið vör sárinda, eftir að hún hafði etið söl… Fóru þrautirnar vaxandi, án þess að láta sér segjast við blóðtökur, smyrsl né koppasetningu skottulækna, sem til náðist, unz svo var komið, sem áður greinir. Í lautinni ofan við brjóstbeinið hafði konan líka sarcoma (krabbameinsæxli), var orðið gríðarstórt af því, að ýmsu hafði verið troðið inn í það til að halda því opnu (bls. 686-7).
oj….
Ég sé að þetta verður krassandi fyrirlestur – mæti á fremsta bekk!