Frænkur

Image

Hafmeyjur á Budduleikum 2012

Um sl. helgi sl. hittumst við 13 frænkur (systkinadætur í móðurætt) í Ytri-Vík við Eyjafjörð og skemmtum okkur saman (myndir hér). Það var frábært í einu orði sagt. Allar svo skemmtilegar og fyndnar og þykir svo vænt hverri um aðra, endurfundir voru hjartnæmir, gullkornin flugu, galdraðar voru fram dýrindis veitingar og stiginn villtur dans fram  undir morgun. Þema helgarinnar var hafið og voru borðskreytingar og búningar í samræmi við það. Þarna voru sjóliðar, síldarstúlkur og snurvoðir á ferli ásamt bláhærðum gyðjum og skeljaskreyttum dísum. Við fórum ma.a. í gönguferð og í parís skv. stífum leikreglum og í heimsókn í Kalda á Árskógsströnd (besti bjór í heimi). Ég er strax farin að hlakka til næsta hittings, mínar elskulegu frænkur.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s