Roadhouse-rýni

Nýir veitingastaðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur um allan bæ á síðustu árum og hamborgarastaðir virðast blómstra sem aldrei fyrr. Roadhouse er á Snorrabraut og sérhæfir sig í hamborgurum að hætti Kanans, amerískum bjór (Flying Road Dog af matseðlli var reyndar ekki til), heimagerðum frönskum og barbekjú- og grillsósum. Staðurinn er stór og hrár og hátt til lofts, sem er smart en verst er að það glymur í öllu, þarna voru nokkrir hávaðasamir og kátir hópar að fá sér hammara og það fór ekki fram hjá neinum hvað þeim fór á milli. Þjónustan var fín, margir þjónar og allir á þönum. Ekkert var gefið upp um hvaða rauðvín væri í boði en glasið kom fljótlega á borðið og bragðaðist ágætlega. Kókið var úr kút en ekki flösku eins og hefði mátt búast við á svona stað. Cadillac hamborgari með gráðosti var með of miklu ostabragði, frábærum rauðlauk og kartöflurnar voru stökkar og góðar. Grillaður lax með kartöflu-„grit“ og brimsöltu brokkólí var mjög góður. Ekkert er verið að vesenast með salat með réttunum. Þetta eru alvöru kaloríubombur, ekta almennilegir og metnaðarfullir hamborgarar og grillréttir, sæmilega skikkanlegt verð m.v. gott hráefni (hammari 1890 kr, lax 2390) stuð á staðnum og ég mæli með að tjekka á þessu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s