Inga er búin í prófum í MH og komin í sumarfrí fram í ágúst. Það er ótrúlegt að hún skyldi hafa verið á svölunum í sólbaði að lesa undir söguprófið fyrir nokkrum dögum. Þá hélt ég að sumarið væri komið. En síðan þá hefur bæði rignt, blásið og snjóað. Húsbíllinn er kominn í hlaðið svo líkur eru á að sumarið komi brátt fyrir alvöru.