Brakið

Brakið, Veröld 2011

Lauk við Brakið eftir Yrsu. Hef verið þokkalega ánægð með sumar Þórubækurnar en ekkki var þetta skemmtileg lesning. Víða kauðslega skrifað, persónur einhliða og grunnar og söguþráðurinn soldið út úr kú. Höfundur fer þó vel með margt, s.s. lýsingar á sorg aðstandenda fórnarlambanna og mörg samtöl eru vel uppbyggð. Sögusviðið er m.a. snekkja útrásarvíkings og þar er helsta spennan í gangi en frekar er dauft uppi á landi þar sem Þóra og hin frekar pirrandi  Bella símamær vaða í vilu og svíma. Þema sögunnar er grægðin og boðskapurinn alveg skýr en endalokin eru einhvern veginn slöpp.  Hér þarf góða ritstjórn og grimman yfirlestur hjá bókaforlaginu því hæfileikar, hugmyndir og frásagnargáfa eru fyrir hendi. Sagan mun fara vel á hvíta tjaldinu, ekki spurning.

Ein athugasemd

  1. Ég lauk ekki við Brakið, hún náði ekki að grípa mig. En best að hafa hana í staflanum á náttborðinu og gera aðra tilraun með haustinu.
    Hver hefur konu eins og Bellu í vinnu ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s