Ég er búin að skrá mig í Reykjavíkurmaraþonið í ár, 10 km. Það var ótrúlega gaman í fyrra og ég stefni á að skemmta mér eins vel núna. Engin miskunn, nú verð ég undir 60 mín! Planið er að skokka a.m.k. annan hvern dag fram að hlaupinu en hingað til hef ég lullað þetta 1-2-3svar í viku í rólegheitum. Ég þarf að einbeita mér að því að taka spretti til að efla þolið og auka hraðann aðeins. Í fyrra var ég rosalega einbeitt í hollu mataræði en núna er ég ekki eins staðföst, óreglulegt sumarfæði á ferðalögum og lausmjólka rauðvínsbeljur taka sinn toll. Ætlaði að skrá skokkhringi undanfarinna daga til að halda mér við efnið en það er vírus á hlaup.com…
Tölvuhakkarar eyðilögðu hlaup.com og búið er að loka síðunni. Þarna var skemmtilegur vettvangur hlaupara fyrir samskipti og gagnasöfnun, fullt af upplýsingum og fróðleik. Allt er það nú horfið og glatað, því miður.
Djö… ertu dugleg. Áfram Steina !
Verður hægt að heita á þig?
Nei, engin áheit nema á sjálfa mig, að skrönglast í mark.
„Lausmjólka rauðvínsbeljur“ – yndislegt! 🙂