Happy hour á hótel Marina

Happy hour á Hótel Marina er svo sannarlega hamingjustund. Sat þar á Slippbarnum í gærkvöldi og fékk gott Masi-rauðvín og skemmtilegan og bragðgóðan mat: flatböku með greip, chili, perum og geitaosti sem var afar góð og bruschettu með gröfnum laxi sem var ágæt. Marengsrétturinn Guðdómlegt gums með berjum, salthnetum og súkkulaðirúsínU var góður en doldið lítill skammtur. Alls staðar voru litlir, kátir hópar í kósí hornum að gera sér dagamun og gæða sér á eðaldrykkjum á viðráðanlegu verði –  til kl 19 amk. Umhverfið er afar smart og þjónustan alveg til fyrirmyndar, allir glaðlegir og skemmtilegir. Ég mæti aftur, ekki spurning.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s