Getur Borat leikið Freddie Mercury?

Í dag var staðfest opinberlega að Sacha Baron Coen mun leika Freddy Mercury í mynd um hann sem verið er að gera og verður sýnd á næsta ári. Ekki hefði mér dottið í hug svona að óreyndu að Ali G / Borat / Bruno gæti leikið þetta hlutverk. En þegar að er gáð er þetta snilldarlegt hlutverkaval, strákurinn er sjarmatröll, nauðalíkur Freddie, frábær leikari sem getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Í myndinni verður fjallað um ævi og tónlistarferil Freddie Mercury, rokkað hressilega með Queenlögum og endað á Live Aid tónleikunum frægu 1985. Það verður ss. sem betur fer hætt á toppnum, ekkert drama um hræðilegan sjúkdóm og dauða fyrir aldur fram. Þetta verður bara stuð.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s