Michel Houellebecq á Sólon

20121014-121012.jpg

Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq var hér á landi á dögunum og las bæði upp eigin ljóð (m.a. hið fræga Playa Blanca) og brot úr nýrri bók sinni, Kortið og landið, með aðstoð þýðenda sinna. Það var gaman að hlusta á hann tuldra upp úr nýju bókinni og muldra ljóðin sín á frönsku. Hann hefur skarpa sýn á hlutina og er óvæginn í gagnrýni sinni á eðli mannskepnunnar og samfélagið, það er yfir honum bæði dekadens, einmanaleiki og sjálfshatur. Friðrik Rafnsson spurði hann nokkurra spurninga um skáldskap hans og Torfi Túliníus túlkaði snilldarvel. Þýðingar Hallgríms Helgasonar á ljóðum Houellebecq eru frábærar (hvar er hægt að ná í þær?) og upplestur hans yndislegur. Ég er mikill aðdáandi verka Houellebecqs og hjartað hamaðist í brjóstinu þegar ég stóð í röð og beið eftir áritun. Hann er lítill og mjór og stórfurðulegur og hann varð brátt slompaður af nokkru magni af rauðvíni sem hann innbyrti undir upplestrinum og meðan hann svaraði fyrirspurnum. Þegar röðin kom að mér horfði á mig með skrýtnu augnaráði, ekki fjandsamlegu, og muldraði eitthvað, fyrst á frönsku og svo á ensku en ég skildi hann ekki. Loks ritaði hann nafn sitt í bókina og ég varð þeirri stundu fegnust að sleppa frá honum.

Sent from my ipod

2 athugasemdir

  1. Ef þú finnur einhverjar þýðingar Hallgríms þá máttu alveg senda mér svona eins og eitt ljóð, – hér verða franskir dagar í vinnunni 29. okt – 31. okt og það væri gaman að hengja upp eins og eitt ljóð……

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s