Blam í Borgarleikhúsinu, bara snilld

ImageÉg skellti mér á BLAM! á sunnudaginn í Borgarleikhúsinu. Það er leikhópur frá Danmörku sem sér um sýninguna með Kristján Ingimarsson (frá Akureyri) í fararbroddi. Er skemmst frá því að segja að sýningin var stórskemmtileg. Þrír skrifstofumenn stytta sér stundir í vinnunni með því að blamma, þ.e. setja upp hasaratriði úr bíómyndum og nota til þess það sem  hendi er næst, skrifborðslamba, heftara, kaffikönnu, möppum o.fl. en yfirmaðurinn vakir yfir þeim og langar innst inni að fá að vera með.  Hugmyndaflugið er óbeislað, líkamarnir ótrúlega liðugir og húmorinn alls ráðandi. Karlmennskan er í brennidepli í verkinu, töffarastælar, gengdarlaust ofbeldi og dúndrandi tónlist.  Ég sá líka á sínum tíma Af ástum manns og hrærivélar sem Kristján samdi og Ólafía Hrönn lék með  honum í, það var líka algjörlega frábært. Gaman að því þegar svona ferskir vindar blása í leikhúsinu. Ég velti fyrir mér að sýningunni lokinni, hvort hægt væri að skrifa svipað leikrit um konur að blamma Bridesmaids eða Pretty Woman…?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s