Mikið hafði ég gaman að heimildamyndinni um hljómsveitina Grafík í ríkissjónvarpinu. Þarna fóru saman vönduð vinnubrögð, rannsóknarvinna, alúð, ást og þekking á viðfangsefninu. Helgi Björns er alltaf jafn sexí, hann er alveg með þetta. Kosningasjónvarpið var hins vegar ægilega hallærislegt, tveir miðaldra gráhærðir karlar í jakkafötum að rýna í heldur púkalega grafík.