Grillið á Sögu

Var boðið á Grillið á Sögu um helgina. Grillið á sér 50 ára sögu sem er afar sjaldgæft í íslenskum veitingarekstri. Nýlega er búið að gera staðinn upp á mjög skemmtilegan hátt. Haldið er í það gamla og poppað upp með nýju, gamlir stólar smekklega yfirdekktir og loftið með astra-hringum fræga ljósmálað. Flott skilrúm við barinn, smart snakk með (dýrum) drykkjum. Útsýnið alveg frábært yfir vesturbæinn. Í boði var sjö rétta máltíð með sérvöldu víni. Hver rétturinn öðrum betri og vínið passaði snilldarlega vel með, alveg himneskt fram að eftirrétti en hann hitti ekki alveg í mark, eitthvað súkkulaðikám með grænum baunum, hvorki fallegt né sérlega bragðgott, og óspennandi desertvíni. Uppistaðan var fiskréttir, hægreykt bleikja, rauðspretta, æðislegar rauðrófur, dásamlegt. Lambakjötið bráðnaði í munninum og sósan með var af bestu gerð. Silfurhnífapör féllu vel að frábærri þjónustu faglærðra framreiðslumanna og listilega elduðum mat. Ánægjuleg kvöldstund, toppgæði og þjónusta í fallegu umhverfi. Verð fyrir sjö rétti með víni: 20.400 kr. Þetta er bara einu sinni á ári.

Ein athugasemd

  1. við hjónin fórum einmitt þangað í fyrravor, fengum fjóra eða fimm rétti, aðalréttur dönsk önd, þetta var brilliant, gaman að gera svona stöku sinnum…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s