Menningarleg

Ég skapp á fyrirlestra um utangarðsmenn og flökkufólk fortíðar í bókhlöðunni í gær sem haldnir voru í tengslum við sýningu sem heitir Utangarðs? Það var stórfróðlegt. Að vera ekki í vinnumennsku eða vist var stranglega bannað og því voru þeir sem lögðust í flakkir skilgreindir sem glæpamenn. Þó voru þeir víða aufúsugestir og lífguðu upp á tilveruna. Þarna kom fram að Yngvi Leifsson skrifaði sögu ellefu flakkara á Norðurlandi 1783-1816 í nýrri MA-ritgerð sem er því miður læst í Skemmunni. Merkilegt var að heyra um afdrif handrits Guðrúnar Ketilsdóttur,  sem líklega er fyrsta sjálfsævisaga íslenskrar konu. Karlveldið og bókmenntastofnunin gerðu handritið að skrípatexta svo það lenti utangarðs og hlaut ekki þann sess sem það á skilið. Í Norræna húsinu hlustaði ég síðan á Auði Övu Ólafsdóttur flytja erindi á bókmenntahátíð sem hún nefnir Dvergar og stríð og var bæði fyndið og flugbeitt.

Image

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s