Ljóð spegluð af Guðrúnu Hannesdóttur

Rakst á þessi frábæru, fallegu, fornu ljóð frá Finnlandi, „spegluð af“ Guðrúnu Hannesdóttur, í Stínu (apríl 2013)

Ef vinur minn kæmi gangandi

fengi ég enn minn vin að sjá

kæmi hann til mín langt úr fjarska

ég rétti honum hiklaust hönd mína styrka

þó héldi hann á eiturnöðru

munnur minn leitaði hans í kossi

þó drypi af vörum  hans úlfablóð

ég félli honum fast að hálsi

þó sleginn væri hann líkþrá sárri

legðist fegin við hlið hans niður

þó lakið væri drifið blóði.

Sokkar handa dauðanum

ég lofaði dauðanum

að prjóna á hann sokka

tæki hann mig auma

úr táradal þessum

en það gerði hann ekki

skömmin sú arna

greip bara með sér

þá glöðu og ríku

– gerpið atarna

skeytti hvorki

um skömm né sóma

tók lukkunnar börn

í lífsins blóma

skildi mig eftir

skarn allra barna

í dimmu horni

– fanturinn svorni

hvað geri ég nú?

hvers á ég að gjalda?

gráta mun ég

þurrum tárum

þó sokkalaus skeinist hann

um veröld sárkalda

– um aldir alda!

(ort út frá fornri hálfkæringsvísu með kúnstugu rími)

Sumarkoma

mýrar þiðna

skarir gliðna

sandkorn losna

eitt frá öðru

tjarnir hlýna

strendur sindra

losnar allt

úr íssins viðjum

djúpt í hafi

kviknar ylur

seint mun hlýna

kalið hjarta

sorg mín handan

þíðumarka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s