Spútnik-Ástin var nafnið sem Sumire kallaði Miu í huga sér upp frá þessum degi. Sumire fannst það hljóma dásamlega. Það minnti hana á tíkina Laiku. Gervihnötturinn þaut hljóðlaust á eldingarhraða í ystu myrkrum geimsins. Dökk, gljándi augu tíkurinnar skimuðu út um lítinn gluggann. Hvað í veröldinni var hún að virða fyrir sér í einmanalegum ómælisdjúpum geimsins?
Murakami 2003 (Uggi Jónsson)