Murakami

Það sem ég tala um þegar ég tala um þýðingar

haruki-murakami

Ljósmynd: Runners World

Ímynd rithöfundarins fræga, Haruki Murakami, er maður sem heldur sér til hlés, ritar dularfullar skáldsögur og lætur ekki uppskátt um eigin hag. Það var því óvænt ánægja þegar hann sendi frá sér bókina Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup (á frummáli: Hashiru Koto ni Tsuite Kataru Toki ni Boku no Kataru Koto) þar sem hann lýsti tildrögum þess að hann byrjaði að skrifa skáldverk ásamt djúpri ástríðu sinni fyrir hlaupum. Um leið og hann segir frá sínum bestu sprettum, æfingum, keppni og maraþoni lýsir hann því hvernig hann hugsar og heldur dampi í þrotlausri vinnu sem rithöfundur. Hlaupabókin er því hvorki venjuleg hlaupadagbók, ævisaga né hefðbundin minningabók þótt undirtitill hennar sé Endurminningar (Memoirs) en vissulega er hún blanda af þessu öllu.

Er hann ofurmenni?

Hlaup eiga þolið, einbeitinguna, álagið og samkeppnina sameiginlega með þrotlausu starfi rithöfundarins. Murakami fer á fætur kl 5 að morgni, borðar grænmeti og fisk og reimar svo á sig hlaupaskóna hvernig sem viðrar. Svo situr hann við skriftir tímunum saman og er kominn í háttinn um tíuleytið á kvöldin. Ekkert fær haggað rútínunni sem er honum lífsnauðsynleg. Murakami er ekkert ofurmenni, hann predikar ekki yfir lesendum að hlaup séu endilega lausn við öllum vanda, heldur segir hreinskilnislega frá því hvernig reglusemi, hreyfing og einfalt mataræði auðvelda honum lífið og stuðla að velgengni hans sem rithöfundar og manneskju. Hann hefur skrifað á annan tug skáldverka sem öll hafa slegið í gegn, hefur hlaupið 25 maraþon á ævinni og hann er hvergi nærri hættur.

Murakami-æði um alla heimsbyggðina

Murakami er stórt nafn í heimsbókmenntunum og segja má að eins konar æði hafi gripið um sig síðustu ár (1,2 milljón „læk“ á facebook-síðunni hans) og er Ísland ekki undanskilið. Hann hefur meira að segja komið hingað til lands, því hann var gestur á bókmenntahátíð í Reykjavík 2003. Aðdáendur Murakami vænta þess á hverju ári að hann fái nóbelinn í bókmenntum en dómnefndin hefur látið sér fátt um finnast hingað til.

Verkum Murakami, skáldsögum og smásögum, má gróflega skipta í tvennt. Annars vegar skrifar hann sálfræðilegar vísindaskáldsögur, hins vegar tilvistarlegar ástarsögur. Hlaupabókin sker sig því verulega úr höfundarverki hans. Fimm skáldverk eftir Murakami komu út á íslensku í sérlega vönduðum þýðingum Ugga Jónssonar á árunum 2001-2006 og eitt í ágætri þýðingu Ingunnar Snædal 2014.  Að þýða bækur Murakami, hvort sem það er úr japönsku eða ensku, er ekkert áhlaupaverk og mun erfiðara en það virðist við fyrstu sýn.

Þýðingardæmi

Hlaupabókin kom fyrst út í Japan 2007 og einn helsti þýðandi Murakami, Peter Gabriel, snaraði henni á lipurlega  á ensku. Íslensk þýðing Kristjáns Hrafns Guðmundsonar, sem sennilega er upp úr þeirri ensku, er því miður ansi brokkgeng. Textinn í Hlaupabókinni er vissulega ekki eins mystískur og fágaður og í skáldsögum Murakami en hann er samt myndrænn og heimspekilegur eins og höfundarins er von og vísa. Það skilar sér ekki í þýðingunni, auk þess sem enskan smitar textann víða. Of oft eru t.d. notuð eignarfornöfn að enskum sið þar sem engin þörf er fyrir þau á íslensku (líkami minn, líf mitt, barinn minn, skórnir mínir) og sums staðar er orðalagið beinlínis klúðurslegt, eins og sjá má af eftirfarandi dæmum:

„Það rigndi í stutta stund á meðan ég hljóp, en það var kælandi rigning sem veitti mér vellíðan. Þykkt ský barst af hafi og yfir höfuð mitt, og notalegir regndropar féllu í smástund…“ (13).

„It rained for a short time while I was running, but it was a cooling rain that felt good. A thick cloud blew in from the ocean right over me, and a gentle rain fell for awhile…“ (5).

„Þegar hrekkjavakan er búin mætir veturinn á svæðið, á hnitmiðaðan og þöglan máta eins og þaulreyndur skattheimtumaður“ (106)

 „Once Halloween is over, winter, like some capable tax collector, sets in, concisely and silently“ (89)

„Að keppa við tímann er ekki mikilvægt. Það sem mun hafa miklu meiri þýðingu fyrir mig núna er hversu mikið ég get notið hlaupsins, hvort ég get klárað fjörutíu og tvo kílómetra með ánægjutilfinningu. Ég mun njóta og meta á hátt sem ekki verður tjáður með tölustöfum, og ég mun fálma eftir stolti sem kemur frá aðeins öðrum stað en venjulega (142)“.

„Competing against time isn´t important. What´s going to be much more meaningful to me now is how much I can enjoy myself, whether I can finish twenty-six miles with a feeling of contentment. I´ll enjoy and value things that can´t be expressed in numbers, and I´ll grope for a feeling of pride that comes from a slightly different place“ (121).

Bókstaflega 90% sviti

Burtséð frá vanköntum þýðingarinnar er áhugavert að kynnast manninum sem birtist þarna á hlaupum því hér gefur hann í fyrsta sinn færi á sér.  Á hann kannski eitthvað skylt með skáldsagnapersónum sínum? Hann er vissulega einrænn og dulur, fáskiptinn og sérlundaður líkt og svo margar persónur í verkum hans en málið er flóknara en svo. Það er magnað sjá hvernig hann hefur náð valdi á bæði hugsunum sínum og líkama og ekki annað hægt en dást að staðfestu hans og þrautseigju. Um leið fæst sjaldgæf innsýn í líf hans og hagi; það hefur verið sagt um vinnu rithöfunda að hún sé 90% sviti og 10% snilligáfa, það sannast hér, bókstaflega.

Hver einasti joggari með sómatilfinningu verður að lesa 3. kafla sem segir frá fyrsta langhlaupinu sem Murakami lagði á sig. Það var hin 42,2 km langa leið frá Aþenu til bæjarins Maraþon; mögnuð frásögn. Allir pælarar um skáldskap, bæði bókmenntaunnendur og rithöfundar, munu hafa gaman af að lesa Hlaupabókina, þótt þýðingin sé ekki góð. Nú er lag að reima á sig hlaupaskóna og taka nýja árið með trukki.

Benedikt bókaútgáfa, 2016

204 bls

Enskar tilvitnanir: Murakami 2009, Vintage Books, Random House, NY.

Birt 24. janúar 2017 (Kvennablaðið)

 

Murakami, úr þýðingu Ingunnar Snædal

„In any case, the boy named Tsukuru Tazaki had died. In the savage darkness he´d breathed his last and was buried in a small clearing in the forest. Quietly, secretly, in the predawn while everyone was still fast asleep. There was no grave marker. And what stood here now, breathing, was a brand-new Tsukuru Tazaki, one whose substance had been totally replaced. But he was the only one who knew this. And he didn´t plan to tell.

„Drengurinn sem hét Tsukuru Tazaki var í það minnsta dáinn. Hann hafði tekið síðasta andvarpið í grimmu myrkrinu og var grafinn í litlu rjóðri í skóginum í kyrrþey og á laun, rétt fyrir dögun meðan allir voru enn sofandi. Gröfin var ómerkt. Sá sem stóð hér nú og dró andann var glænýr Tsukuru Tazaki, úr gerólíku efni. Hann var sá eini sem vissi af þessu. Og hann ætlaði ekki að segja neinum“.

Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans, þýðing: Ingunn Snædal

Murakami, úr þýðingu Ugga Jónssonar

“So that’s how we live our lives. No matter how deep and fatal the loss, no matter how important the thing that’s stolen from us–that’s snatched right out of our hands–even if we are left completely changed, with only the outer layer of skin from before, we continue to play out our lives this way, in silence. We draw ever nearer to the end of our allotted span of time, bidding it farewell as it trails off behind. Repeating, often adroitly, the endless deeds of the everyday. Leaving behind a feeling of immeasurable emptiness.”

Þannig lifum við sem sagt lífinu. Engu skiptir hversu djúpur og banvænn missir okkar er, engu skiptir hversu mikilvægir þeir hlutir eru sem er stolið frá okkur – sem eru beinlínis hrifsaðir úr höndum okkar – jafnvel þótt við séum gjörbreytt eftir á og einungis ytra byrði húðarinnar hið sama og áður, þá höldum við áfram að haga lífi okkar á þennan hátt, í þögn. Við nálgumst stöðugt endimörk þess tíma sem okkur er úthlutaður, köstum kveðju á hann þar sem hann hverfur smám saman að baki. Endurtökum, oft af leikni, endalausar athafnir hversdagsins. Og sitjum uppi með ómælanlega tómleikatilfinningu.

Spútnik-Ástin, þýð. Uggi Jónsson

Spútnik-Ástin

Spútnik-Ástin var nafnið sem Sumire kallaði Miu í huga sér upp frá þessum degi. Sumire fannst það hljóma dásamlega. Það minnti hana á tíkina Laiku. Gervihnötturinn þaut hljóðlaust á eldingarhraða í ystu myrkrum geimsins. Dökk, gljándi augu tíkurinnar skimuðu út um lítinn gluggann. Hvað í veröldinni var hún að virða fyrir sér í einmanalegum ómælisdjúpum geimsins?

Murakami 2003 (Uggi Jónsson)

Murakami og tíminn

Once you pass a certain age, life becomes noting more than a process of continual loss. Things that are important to your life begin to slip out of your grasp, one after another, like a comb losing teeth. And the only things that come to take their place are worthless imitations. Your physical strength, your hopes, your dreams, your ideals, your convictions, all meaning, or, then again, the people you love: one by one, they fade away. Some announce their departure before they leave, while others just disappear all of a sudden without warning one day. And once you lose them you can never get them back. Your search for replacement never goes well. It’s all very painful- as painful as actually being cut with a knife.  ― Haruki Murakami1Q84

Konur og nóbell

Kínverski rithöfundurinn Mo Yan fékk bókmenntaverðlaun Nóbels í ár en ekki Murakami sem þótti líklegur en engin kona kom til greina. Mo Yan, sem er 57 ára gamall, er sá 109. í röðinni sem fær verðlaunin eftirsóttu og Kínverji nr. 2 sem hlýtur náð fyrir augum nefndarinnar. Tólf konur hafa fengið þessi verðlaun frá upphafi, eða 9% verðlaunahafa. Hér má sjá lista yfir konur sem hafa fengið nóbelsverðlaun í bókmenntum:

The Nobel Prize in Literature