Geimkonan

Skellti mér á Gravity í gærkveldi. Mjög ögrandi verkefni, einkum fyrir lofthrædda. Sandra Bullock stóð sig eins og hetja í mjög svo þvingandi og óþægilegum búningi og þröngu rými, George Clooney bjargar húmornum (ég var að hugsa um að fara heim og fá endurgreitt í hléinu þegar örlög hans réðust), tölvugrafíkin er frábær og það er aldrei dauð stund í myndinni. Flott leikstjórn, flottar tökur, trúverðug saga. Ég tók andköf og saup hveljur margsinnis, hvernig dettur fólki í hug að þvælast um geiminn og ráða ekki neitt við sig og stóla á stopult Houston-samband? Sandra leikur lítt reyndan geimfara sem missir allt út úr höndunum, kann ekkert á græjurnar, rekur sig í, stynur og æpir, grætur og gefst upp, það er Clooney sem stjórnar og heldur henni við efnið, þaulreyndur, öruggur, fórnfús og fyndinn. Í ár eru akkúrat 50 ár síðan kona fór út í geim í fyrsta sinn, það var sovéski geimfarinn Valentina Tereshkova.

Fyrsta geimkonan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s