Kvöld

Gullrauður ljómi nú glóir á meiðum,

gengur undir sól,

kvöldþokan grúfir á hólum og heiðum,

hjúpar marar ból,

sofna nú blómin og höfðunum halla

að helgri móðursæng,

söngfugla veit ég nú sofnaða alla,

sveipaða mjúkum væng. 

Benedikt S. Gröndal

 

Færðu inn athugasemd