Fyndin bók

Langt er síðan ég hef lesið jafnfyndna, beitta og stórskemmtilega bók og þessa, Hermann (1989) eftir Arnmund S Bachman. Um hann segir í Mbl. 10.júní 1999: „…Arnmundur S. Backman hæstaréttarlögmaður, andaðist í september síðastliðnum, langt um aldur fram. Hann var þjóðkunnur sem lögmaður, lögfræðiráðgjafi og aðstoðarmaður ráðherra og beitti kröftum sínum einkum í þágu þeirra sem minna máttu sín. Hæfileikar hans á sviði lista komu snemma í ljós. Hann hafði þá tónlistargáfu að geta spilað á svo til hvaða hljóðfæri sem var, auk þess sem hann var góður söngmaður. Þegar sem unglingspiltur var hann farinn að leika fyrir dansi. Síðan var hann meðal stofnenda og félaga í Busabandinu í Menntaskólanum á Akureyri, þjóðlagatríóinu Þremur háum tónum og Eddukórnum. Hann samdi einnig sönglög við ljóð ýmissa skálda. Arnmundur byrjaði ekki að sinna ritstörfum af alvöru fyrr en hann var kominn á fimmtugsaldur, enda þótt hann hefði alla tíð skrifað mikið, bæði skáldskap og annan texta. Frá hans hendi komu, að honum lifandi, tvær skáldsögur, Hermann (1989) og Böndin bresta (1990), og tvö leikrit, Blessuð jólin og Maður í mislitum sokkum. Fyrir síðustu jól kom út síðasta skáldsaga hans, Almúgamenn“. 

Ekki láta Hermann ykkur úr greipum ganga ef þið verðið svo heppin að rekast á eintak.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s