Það hefur blundað í mér lengi að fá mér léttara hjól. Minn góði Wheeler er í toppstandi en ansi er hann þungstígur þrátt fyrir 21 gír. Svo ég fékk mér eitt fislétt í Everest í gær og nú á ég tvö hjól sem bæði eru gangfær. Það stríðir gegn öllu í mínu uppeldi þar sem nægjusemi var dyggð, það stríðir líka gegn hugsjón minni um að kaupa ekki meira dót en ég læt mig hafa það. Ofan í kaupið þarf nýi fákurinn sérstaka pedala og skó, hraðamæli og rassmjúkar hjólabuxur. En ég hlakka mikið til að hleypa þessum í sumar.
Ég berst á fáki fráum……..njóttu njóttu 🙂