Óðalsherrann

Þessi týpa:

Elskaðu sjálfan þig – það er eina reglan sem ég virði. Lífið er viðskiptasamningur; þér eigið ekki að kasta peningum á glæ, aftur á móti skuluð þér, vel að merkja, greiða fyrir það sem yður finnst þess virði að greitt sé fyrir, en það með er skyldum yðar við nánasta umhverfi yðar fullnægt… (367)

Horfið ekki svona á mig vegna þess að ég hampa fordómum, hef ákveðnar hefðir í hávegum, sækist eftir áhrifum; ég veit að ég lifi í innantómu samfélagi; eins einsog sakir standa hef ég komið mér vel fyrir í því, ég kinka kolli, læt sem ég styðji samfélagið til síðasta manns, en mun yfirgefa það við fyrsta tækifæri ef svo ber undir. Látið mig þekkja allar þessar nýju hugmyndir ykkar, þótt ég hafi aldrei þjáðst fyrir þær eða nokkurn skapaðan hlut, ef út í það er farið. Ég er ekki með vonda samvisku yfir neinu. Ég er sammála öllu, svo lengi sem það kemur sér vel fyrir mig og við erum legíó sem hugsum svona, og við höfum það bara mjög gott. Þá má allt fara til fjandans, við munum eigi að síður halda velli. Okkar mun njóta við svo lengi sem heimurinn stendur. Þótt heimurinn sykki í svartan sæ mundum við fljóta upp á yfirborðið (368).

Pjotr A. Valkovskí, kallaður fursti, óðalsherra og aðalsmaður

Dostojevskí, Hinir smáðu og svívirtu

(þýð. Gunnar Þorri Pétursson)

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s