Jeg iðrast ekki eftir því , þó ég færi til Akureyrar. Jeg hefi kynst mörgu frá öðrum hliðum en áður. Reyndar held ég að flestu fólki, sem jeg kynntist hafi fallið illa við mig, ekki geðjast framkoma mín. Jeg hefi meir að segja eignast óvin, án þess þó að hafa gert neitt illt af mjer, svo ég viti. Það hefi jeg oft heyrt að menn sjeu nauðbeygðir til að semja sig að siðum fjöldans, en jeg segi það enn, og af meiri reynslu en áður, að það er hægðarleikur, að fara sínar eigin leiðir.
Oddný Guðmundsdóttir í bréfi til bróður síns, 6. mars 1932