Reynsla kynslóðanna

Benjamin

Í heimsstyrjöldinni upphófst fyrir sjónum okkar rás atburða sem ekkert lát hefur orðið á. Fór nokkuð á milli mála að menn sneru þöglir heim frá vígvellinum, ekki ríkari heldur fátækari að reynslu sem deila mátti með öðrum? Það sem helltist yfir okkur í stríðsbókaflóðinu tíu árum seinna var allt annað en reynsla sem munnur mælir við munn. Og það var ekkert skrýtið. Því aldrei hafa lærdómar reynslunnar verið hraktir jafnkirfilega og þegar reynslu af hefðbundinni hernaðartækni  var svarað með skotgrafarhernaði, efnahgslegri reynslu með verðbólgu, líkamlegri reynslu með vélvæddum hernaði, siðferðilegri reynslu með valdi ráðamanna. Kynslóð sem fór ennþá í skólann í sporvagni dregnum af hestum stóð nú undir berum himni á landi þar sem allt hafði breyst nema skýin, og undir þeim – á orkusviði eyðingarstrauma og sprenginga – agnarsmár, brothættur mannlíkaminn.

Walter Benjamin, 1892-1940, var þýskur heimspekingur og bókmenntagagnrýnandi. Hann flúði undan nasistum í seinna stríði og tók loks sitt eigið líf frekar en lenda í klóm þeirra. Leikritaskáldið Bertholt Brecht (1898-1956) orti þegar hann frétti lát Benjamins (einhver þýddi á ensku):

(for Walter Benjamin)

I am told that you raised your hand against yourself
Anticipating the butcher.
After eight years of exile, observing the rise of the enemy
Then at last, brought up against an impassable frontier
You passed, they say, a passable one.

Empires collapse. Gang leaders
are strutting about like statesmen. The peoples
Can no longer be seen under all those armaments.

So the future lies in darkness and the forces of right
Are weak. All this was plain to you
When you destroyed a torturable body.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s