„Æ, mamma, heldurðu, að vel kveðin vísa geti læknað taugaveiklun á háu stigi?“
„Ætli þær hafi ekki einhvern tímann gert það, vísurnar. Að minnsta kosti eyðileggja þær engin líffæri, eins og þessar töflur, sem fólk er að rífa í sig gegn sálarangist. Ef einhver framför hefur orðið í mannúð, er það ekki árangur af efnafræðivísindum.“
Oddný Guðmundsdóttir, Síðasta baðstofan (1979:180)