Cavling svalt sig í hel

download (17)„DANSKI ástarsöguhöfundurinn Ib Henrik Cavling svalt sig í hel, að því er dönsk blöð segja, en Cavling er nýlátinn á Ítalíu, sextugur að aldri. Rétt fyrir andlátið kom út sextugasta bók hans.

Maður gekk undir manns hönd til að fá Cavling til að neyta matar, en síðustu tvo mánuði ævi sinnar lét hann ekki matarbita inn fyrir varir sínar. Vinir Cavlings komu til Genúa frá Danmörku til að dekstra hann en allt kom fyrir ekki. Cavling léttist um fimmtán kíló á mjög skömmum tíma, og fór heilsufari hans hrakandi dag frá degi unz hjartað gafst upp.

Margir hafa furðað sig á því hversu afkastamikill Cavling var, því að hann þótti drykkfelldur. Síðustu árin hafði hann þó farið vægar í sakirnar en áður og fékk sér aðeins duglega neðan í því þegar hann hafði skilað af sér handriti að nýrri bók.

Cavling var vellauðugur, enda voru margar bækur hans metsölubækur. Hann vakti athygli hvar sem hann fór fyrir glæsibrag og óaðfinnanlegan klæðaburð. Hann ók í Rolls Royce, sveiflaði í kringum sig silfurslegnum göngustaf, og hélt sig ríkmannlega í hvívetna og var annálaður fyrir örlæti.

Fyrsta skáldsaga hans kom út árið 1952. Það var „Erfinginn“, og sú saga gerðist eins og aðrar sögur höfundar í umhverfi, þar sem allir eru ríkir og fallegir. Þrátt fyrir það eru vegir ástarinnar framan af þyrnum stráðir, en að lokum fellur allt í ljúfa löð.“

Mbl, 7. nóv. 1978

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s