Slegið á þráðinn til Flosa Ólafssonar í Nýja Tímanum, 20. maí 1984:
„Hitt er annað mál að mönnum gengur misvel að skilja þennan kveðskap. Hún Oddný Guðmundsdóttir sem stundum skrifaði í gamla Tímann hneykslaðist t.d. mikið á því að verið væri að birta eftir mig þetta djöfuls leirhnoð. Þá orti ég þessa vísu:
Oddný þú ert orðin full
illa skiljandi.
Alltaf þegar ég yrki bull
er það viljandi.
hahaha…