Draumur um einveru

Mig dreymdi að ég væri í sumarbústað. Ég naut einverunnar, var með stafla af bókum á borði, tebolla og tölvuna mína. Síðan heyrði ég mannamál og sá að hópur fólks nálgaðist. Ég vildi vera í friði og ákvað að fela mig, þykjast ekki vera heima. Þegar ég hafði hniprað mig saman á felustaðnum heyrði ég að fólkið var komið, það kallaði og hringgekk húsið og ég vissi að það sæi dótið mitt á borðinu, rjúkandi teið og legði saman tvo og tvo. Einn gekk svo langt að leggjast upp að glugganum á klósettinu þar sem ég var í felum og reyna að gægjast inn. Ég þorði ekki að hreyfa mig né draga andann og hugsaði með mér hversu skömmustulegt það væri ef upp kæmist að ég lægi þarna í felum. Eftir drykklanga stund hélt fólkið sína leið. Loksins þorði ég að líta upp og sá þá að það hefði verið ómögulegt að sjá mig, það var neglt fyrir gluggann og aðeins hægt að rýna inn um agnarlítið gægjugat.

spiritual_manipulation-e1552464164357-696x470

Mynd: https://fractalenlightenment.com/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s