Mig dreymdi að ég var í fjölmennu samkvæmi þar sem glatt var á hjalla. Allt í einu er sagt við mig: Hvernig líst þér á þennan? Átt var við mann sem stóð fyrir aftan mig í bláum tvíhnepptum jakka með gullhnöppum. Ég sá hann ekki almennilega. „Óttalega lúðalegur gaur“ sagði ég. Hann færði sig til og þá sá ég framan í hann en þetta var maður sem var einu sinni bekkjarbróðir minn, bráðmyndarlegur, köllum hann S. Ég fór til S og baðst afsökunar á þessum ummælum, hann tók því vel og bauð mér að búa með sér í pínulitlu herbergi uppi í risi. Gerði ég mig heimakomna hjá S og puntaði í kringum okkur en allt í einu fannst mér eins og ég gæti ekki verið þar lengur. Ég yrði að koma mér burt.