Kalt bað

Water surfaceKona þarf að setja sér markmið og ná þeim. Í sumar lét ég spana mig í að fara ofan í kaldan pott í sundlauginni á Þórshöfn (allt Gunnu systur að kenna sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna). Ég hélt ég gæti þetta ekki. Og það var óþægilegt og skrýtið en ekki eins slæmt og ég hélt. Svo ég setti mér markmið, að venjast því að fara í kalt bað, halda þetta út, láta hugann ekki hræða mig. Svo ég fór aftur og aftur, stutt og enn styttra, aftur og aftur. Ég er ekki farin að stunda klakaböð eða fara í sjóinn en ég komst að því að ég þoli vel miklu kaldara vatn en ég hélt. Nú læt ég renna úr garðslöngunni í pottinn á pallinum og dýfi mér þrisvar ofan í, upp að höku með hendurnar uppúr, tel upp að 20 minnst. Og það er sannarlega hressandi. Bæði að finna kalt vatnið fríska mann upp og ekki síður hitt að hafa sigrast á óttanum og náð markmiðinu. Takk Gunna!

 

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s