Þegar Brynjar, ljósmyndarinn minn frábæri, tók þessa fallegu mynd af mér fyrir nokkrum árum hafði ég ekki setið fyrir áður. Hló stanslaust taugaveikluðum hlátri, vandræðalega feimin og vissi ekkert hvernig ég átti að vera. Gat hvorki setið kyrr né verið eðlileg. Ég var ekki vön að vera uppstillt á háum stól í sviðsljósi og fannst þetta tilstand svo ýkt. Honum tókst með stakri þolinmæði að ná mér niður, ég slakaði á og treysti honum. Þannig fangaði hann svip sem mér finnst ég þekkja. Photoshop sá um rest.
Myndin var notuð m.a. í viðtali í Skólavörðunni, 2016.
Falleg og góð systir, frábær mynd ❤