Sá þessa í sjónvarpinu!
Flysja perur (hálf á mann) og skera í tvennt og hita í potti, í eplasafa eða rauðvíni í ca hálftíma með vanillu úr einni stöng
25 g smjör og 25 g hveiti og 25 g hrásykur og 100 grömm af múslí hrært saman
Veiða perur upp og setja í eldfast mót og nota safann í pottinum til að búa til sýróp með 150 g af hrásykri, hita rólega þar til það er orðið að karamellu
Setja marsipankúlu (eða eitthvað gott) í holurnar á perunum og klessa deiginu oná, inn í ofn í 20 mín.
Taka út, einn peruhelmingur á mann með ísskúlu og sýrópi.