Bjartsýni í banninu

Fólk-verður-að-hafa-farveg-fyrir-faglegan-metnað-sinn_1_Steinunn-Inga-ÓttarsdóttirMikilvægt að halda utanum nemendur

Í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þurftu bæði kennarar og nemendur að vera fljótir að aðlagast nýjum aðstæðum þegar samkomubann tók gildi og tekið var fyrir skólasókn nemenda í sjálft skólahúsið. Skólinn býður aðeins upp á staðnám og því ekki jafn vel undir það búinn að færa sig alveg yfir í fjarnám og skólar sem þegar voru með slíkt. Að sögn Steinunnar Ingu Óttarsdóttur skólameistara voru flestir fljótir að læra á breytt fyrirkomulag og gengur námið mjög vel. „Það lögðu allir töluvert á sig til að læra á ný forrit og nýjar aðferðir til að kenna og það hefur tekist mjög vel. Við höfum alveg náð að halda úti bóknámi en þurfum að finna nýjar leiðir fyrir verknámið. Náms- og starfsráðgjafar hafa svo sannarlega lagt hart að sér líka. Við höfum verið að reyna að kýla á þetta bóklega fyrst svo það verði meiri tími fyrir þetta verklega þegar samkomubanni lýkur,“ segir Steinunn síðastliðinn mánudag í samtali við Skessuhorn.

Halda nemendum við efnið

Kennslustundir fara nú fram í gegnum forrit eins og Teams þar sem nemendur mæta og kennari merkir við þá. Svo fer hefðbundin kennsla þar fram eins og hægt er. „Við reynum eins og við getum að fara eftir stundaskrám og þannig halda nemendum við efnið. Það er mikilvægt að halda utanum nemendur á þessari stundu og styðja líka kennara við þessar nýju kringumstæður,“ segir Steinunn. Aðspurð segir hún kennarana hafa verið misvel undirbúna fyrir breytt fyrirkomulag. „Sumir kennarar þurftu að læra frá grunni á þessa tækni til að geta kennt úr fjarlægð. En þetta er ágætis tækifæri til að fara út fyrir vanann og við höfum öll lært ótrúlega margt nýtt þó vissulega hafi þetta líka verið mikið álag,“ segir Steinunn. Hún segist vona innilega að nemendur stundið námið sitt eins vel og mögulegt er og takist að halda þetta út.

Skipta upp starfsmannahópnum

Stjórnendur og aðrir lykilstarfsmenn skólans hafa skipt sér upp í tvö lið og skiptast á að vinna heima og í skólanum. „Við viljum reyna að minnka hættuna eins og hægt er á að allir lykilstarfsmenn veikist í einu,“ útskýrir Steinunn og bætir við að kennararnir haldi sig einnig að mestu heima. „Kennarar sem vilja nota búnaðinn í skólanum til fjarkennslu geta gert það en mega þá aðeins fara inn í kennslustofuna og svo beint út aftur. Þeir mega ekki fara upp á kennarastofu eða í önnur rými skólans. Við erum með mjög strangan viðbúnað til að reyna eftir bestu getu að halda starfsliðinu frísku.“ Nýja fyrirkomulagið verður í gildi í það minnsta fram yfir páska og verður staðan þá endurmetin og framhaldið ákveðið. Þá hefur verið settur upp dagbókahnappur á heimasíðu skólans þar sem staðan er uppfærð daglega. „Við skólameistarar fundum reglulega með ráðherra og fáum nýjustu upplýsingar, okkur er haldið vel upplýstum sem er mjög gott. En þegar samkomubanni lýkur verðum við bara að taka stöðuna varðandi námsmat, brautskráningu og hvernig við klárum önnina,“ segir Steinunn að lokum, bjartsýn á að allt fari vel.

 

Mikilvægt að halda utanum nemendur

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s