Framkvæmdir, dagur eitt

28. mars

Þegar við fluttum í húsið vorum við næstum ákveðin í að taka eldhúsið niður. Það bar áttunda áratugnum skýrt vitni og var orðið frekar lúið um 2004. En aldrei höfðum við okkur í verkið, enda værukær og afslöppuð bæði. Núna loksins, eftir að hafa hugsað málið síðan þá, var hafist handa. Og það sem tók áratugi að hugsa um að gera, tók tvo daga að framkvæma.

Vinnumaður mætti um fimm leytið, sjálfskipaði verkstjórinn var þá búinn að ráðast á innréttinguna með borvél og sleggju og hamast í þrjá tíma. Húsmóðir komst að því að hún getur borað en vissi fyrir að verkvitið er ekki meira en guð gaf. Klukkan hálf átta áttum við pantað borð á veitingastað enda átti vinnumaðurinn afmæli og við drifum okkar þangað heldur ánægð með dagsverkið.

91509978_884132672008419_4133549948136325120_n

Flísarnar á veggnum málaði ég yfir árið 2004 til að geta afborið þær í nokkrar vikur enn. Gólfflísarnar mega eiga að þær eru níðsterkar og geta verið haugdrullugar vikum saman og ekki sér á þeim.

90961492_528591791366866_2005725108479459328_n

Svo var að útbúa aðstöðu í Ingu-herbergi, bráðabirgðaeldhús þar sem aðstaðan er ekki ósvipuð og í húsbílnum, 2 hellur og kósí stemning og engar kröfur um flókna eldamennsku.

91067327_3271627639729313_7544295224349032448_n

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s