Dagur þrjú

Rólegheit framan af degi. Vorum að stúdera teikningarnar og forgangsraða með hafragrautnum. Hversu mikilvæg er skuggarönd með ledborða í loftinu í stóra samhenginu og forsvaranlegt að borga 3x meira fyrir hana? Heimavinna hjá mér allan daginn en til að minnka smithættu í vinnunni vegna kórónaveiru skipti ég upp í tvö lið sem vinna ýmist heima eða í skólanum. Verkstjórinn og vinnumaðurinn fóru með hauga af gólfflísum í Sporpu ásamt ótal glerullarhnoðrum. Plast-tjald var sett upp til að halda ryki utan stofunnar en það var ansi seint í rassinn gripið. Örþunnt lag af hárfínu ryki hefur lagst yfir gólf og mublur. Síðan var farið í að rífa það sem var byggt í kringum ruslalúguna en það verður fyllt upp í það gat, í nýja speisaða eldhúsinu verður maður að fara út með ruslið. Heilmikið pillerí var eftir við að slétta úr mestu misfellum, límklessum og nibbum á veggjum og við gluggann en ramminn utan um hann var flísalagður. Unnið var þrotlaust frá kl 13-20 en þá tókst ráðskonunni að elda franskar og buff á tveimur hellum við góðar undirtektir.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s