Dagur 4

Hófst tveimur dögum seinna. Beðið var eftir iðnaðarmönnum… Í morgun komu bæði rafvirki og múrari í einu. Núna kl. tvö er búið að brjóta af bitanum sem er milli loftanna í eldhúsi og stofu og búið að afráða að setja hita í gólfið, með tilheyrandi útgjöldum til viðbótar.

Verkstjórinn var stressaður og úrillur eftir því í morgun en blíðkaðist þegar leið á daginn. Ég reyndi að vinna heima og taka fjarfundi í öllum skarkalanum, sólin skein og bjargaði deginum.

 

1 athugasemd

Skildu eftir svar við Nafnlaust Hætta við svar