Málari mætti kl 8 eins og um var talað og hófst strax handa. Yfirsmiður kom og eftir 5 kaffibolla og 5 sígarettur var byrjað að smíða grind fyrir niðurtekna loftið. Það er þrælavinna sem tók allan daginn. Svo var ekki hægt að halda áfram því rafvirkinn á eftir að leggja fyrir ljósunum og hann er í fríi fram á þriðjudag. Þetta er víst algengt í bransanum, að bíða eftir næsta iðnaðarmanni dögum saman. En málarinn heldur áfram að spartla (búinn úr þremur 15 l fötum), mála meðfram og undirbúa, hann er með tvo hitablásara á fullu til að þurrka. Algjör meistari.
Ég stakk af frá fræðistörfum mínum í steypurykinu um stund og gekk á Úlfarsfellið í fyrsta sinn á ævinni. 2 m fjarlægðin virt í traffíkinni þar, greinilega fleiri sem fengu þessa hugmynd í samkomubanninu.
Hér er allt á hvolfi, ekkert páskaskraut, engin páskaegg, engir túlípanar. En messan á sínum stað í útvarpinu.

Hörkukallar, laghentir og laglegir

Nýi liturinn, hvaða blettur er þarna í loftinu? Aldrei séð hann fyrr…
😁