Virkja nemendur til dáða

Mér er hugleikið að virkja nemendur framhaldsskóla til dáða, bæði í kennslustundum og til lýðræðislegrar þátttöku í skólastarfi til framtíðar. Ég rakst í morgun á rannsókn um þetta efni og niðurstöðurnar eru skýrar:

„Ef kennari sækist eftir virkri þátttöku nemenda er mikilvægt að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir til að ná til sem
flestra nemenda. Rannsóknir hafa sýnt að nemendamiðaðar aðferðir hafa jákvæðari áhrif á virkni nemenda í námi heldur en kennarastýrðar aðferðir. Höfundur telur í þessu sambandi að virkniathafnirnar að vinna verkefni og spyrja kennara spurninga, sem voru algengustu athafnir nemenda í kennslustundunum, sýni ekki nægilega fjölbreytta virkni
nemenda. En ég tel að jákvætt viðmót kennara, sem kom fram í 87% virknistundanna, og hinir athafnaflokkarnir þrír, hlýlegt viðmót, skýr fyrirmæli og hvetjandi kennari, hafi góð áhrif á virkni nemenda í kennslustundum.“

Þetta kemur fram í meistararitgerð Heiðrúnar Hafliðadóttur (f. 1991) frá 2019 sem má finna hér. Á vorönn hef ég tekið starfsmannasamtöl í FVA en það er í fyrsta skipti sem ég geri slíkt á ævinni. Það er afar fróðlegt og gagnlegt og skemmtilegt. Ég hef skrifað hjá mér á sérhannað eyðublað punkta meðan á spjalli stendur og setti inn dálk sem heitir Ákvarðanir teknar sem hefur minnt mig á að fylgja því eftir sem fram kemur og ákveðið er í samtalinu. Sem nýr skólameistari hafði ég alltaf hugsað mér að vera sem mest á ferðinni í skólanum, innan um nemendur og kennara. Því miður er ég að mestu föst við skrifborð og hef ekkert getað litið inn í kennslustofur eins og mig dreymir um, og kófið gerði alveg út um þann draum. Ég hugsaði með mér á dögunum að starfsmannasamtöl væru góð og gild – annað hvert ár, en á móti vildi ég fara í kennslustofur og sjá kennara að störfum og boða mitt fagnaðarerindi um lýðræði og virka þátttöku. Við lestur ritgerðar Heiðrúnar fann ég einmitt fínasta eyðublað sem ég get notað í þessum tilgangi næsta skólaár svo nú er mér ekkert að vanbúnaði.

Góður dagur.

Skóli framtíðarinnar er opinn og bjartur og nemendur sjálfstæðir og lausnamiðaðir

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s