Sætkartöflusúpa Heiðrúnar

Ég elska heitar og heimagerðar súpur. Fékk þessa fínu súpu hjá Heiðrúnu minni á Þórshöfn í sumar. Prófaði að elda hana hér í borginni en átti ekki alveg allt sem átti að vera en kona bjargar sér og nennir ekki útí búð eftir e-u smáræði. Súpan endaði svona:

1-2 sætar kartöflur, 1 l vatn, 1-2 laukar, 3-4 hvítlauksrif, 1 rauð paprika og/eða hálft epli, 1 msk grænmetiskraftur, salt og pipar, safi úr sítrónu eða límónu, duglega cummin, chiliduft og smá kanill

Sætu er flysjaðar, brytjaðar og soðnar í vatni þar til þær eru mjúkar. Vatninu hellt af. Hitt grænmetið steikt á pönnu í kryddinu. Allt sett saman og 1 l af vatni bætt í. Malla bara nógu lengi og mauka síðan með töfrasprota – það geri ég annars aldrei við súpur en þessi er góð svona mjúk og kremuð. Bæta svo við rjóma/hafrarjóma. Skreyta með steinselju og rjómataumi ef vill. Gott að hafa kaldhefað brauð með, það fékk ég hjá frænku! Brauðið á líka rætur til Þórshafnar, sjá hér söguna af því.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s