SVEFN

eftir Vilhjálm frá Skáholti

Hann kom svo þreyttur, þetta var um kvöld,
er þögull skugginn gamalt húsið vafði,
því það var haust, og mjöllin, mjöllin hvít
sinn mjúka feld á gluggann okkar lagði.

Svo var hans auglit dularfullt og dimmt,
sem dáinn vœri endur fyrir löngu,
án festu og kjarks sem þjáðum hug er hent,
að hafa með á lífsins píslargöngu.


Hann missti eitthvað innst úr hjartarót,
sem öllum stundum lífið hetju geymir,
Og sefur enn svo undur rótt sem fyr,
og allt er hljótt í kringum mann sem dreymir.


Hann, þessi maður, átti yfir fjöll
að arka um nóttu fyrir þjáða lýði,
en hversu bljúgur svefninn seig á brá,
var sorgleg upþgjöf manns i þeirra striði.


Sjá, langt i burtu, bak við myrkvuð fjöll
hans biða hjörtu stöðugt þjáð, og sakna.
Og hvað mun þá um þau sem biða hans,
ef þessi maður skyldi aldrei vakna?

Vinnan, 1948

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s