Tónlist

Slagarar sem kveikja í gömlu

Ástarlag

Það kemur bráðum sumar og þetta lag er eitthvað svo heitt, væmið og sólríkt. Stendur auðvitað frumgerðinni langt að baki en greip mig alveg í morgun þegar ég var á leið í vinnuna, alltof sein því ég er ekki enn búin að jafna mig á tímamismuninum í Guatemala og hér. Vaknaði alltaf þar við fyrstu skímu en hún er nefnilega ekki hér fyrr en uppúr níu…

Stebbi

Kannski er bara kominn vorfílingur i mig.

En ég tileinka þetta lag minningu Stefáns Más Guðmundssonar.

Stebbi var svili minn um langa hríð og síðan góður vinur í áratugi. Alltaf var gaman að hitta hann enda afar heillandi persónuleiki. Síðast sá ég hann í Verkmenntaskóla Austurlands í október., á þönum að sinna sínu starfi, geislandi af þeirri orku, góðvild, húmor og gleði sem jafnan einkenndu hann. Hann var hugmyndaríkur, drífandi, jákvæður og traustur mannvinur sem gerið lífið skemmtilegra. Stebba er saknað af öllum sem hann þekktu og heimurinn er lítlausari án hans.