Útivist

Kvennahlaup

Við Arwen tókum á sprett í dag í Kvennahlaupinu. Fórum fimm kílómetra að þessu sinni og hlupum mestallan tímann, ekkert rölt eða gauf. Alltaf gaman að skokka í góðu veðri og hitta fullt af skemmtilegum konum. Arwen var till fyrirmyndar, margar kvennanna voru með hunda sína með sér, sumir jafnvel í kvennahlaupsbolum. Svo var heilsukaffi hjá Oddu á eftir, ekki amalegt.