dýralæknir

Arwen kemst í hann krappan

Hjá dýralækninum

Arwen var rosa spræk í morgun og stökk útí næsta limgerði í gleði sinni. Því miður var nýbúið að höggva greinar af trjánum svo hún skar sig hressilega á lærinu. Gleðilætin breyttust því snarlega í sárt ýlfur. Þetta var svöðusár og því var farið með hana til dýralæknis. Þar  var hún deyfð og svæfð og saumuð 10 spor. Nú er hún slöpp og sloj og vill ekki einu sinni matinn sinn. Svo fær hún kraga um hálsinn um leið og hún hressist, það eru ekki góðir dagar (né nætur) framundan. En dýralæknirinn dýri er örugglega ánægður.