Karlastörf

Þríhöfða þurs spilar á píanó!

Screen Shot 2018-04-15 at 08.33.11

Magdalena Schram 1948-1993

„Ein tegund frétta af konum þykir þó alltaf góður matur og mikið skelfing er ég orðin leið á þeim. Það eru þessar um konur í karlastörfum, svo sem eins og „Kona tekur bólstrarapróf“ eða „Kona ekur skurðgröfu.’* Þríhöfða þurs spilar á píanó! Fer það ekki bráðum að verða sjálfsagður hlutur að konur geri allt á milli himins og jarðar ef í það fer? Eða finnst lesendum það jafn skrýtið og þeim, sem semur fyrirsögnina? Ég held að lesendum muni halda áfram að þykja það skrýtið svo lengi sem dagblöðin gefa það í skyn. Nú eða þá hitt, „Svissnesk kona leikur á harmonikku og akkordcon“ (Mbl. 25. júlí). Kona, vá, geta þær líka leikið á hljóöfæri? En við vitum jú allar að þegar kemur að listum skiptir það höfuðmáli hvers kyns listamaöurinn er en ekki hvað hann skapar eða kannski öllu fremur: aðrir hlutir skipta máli eftir því hvers kyns er. Svo er a. m. k. að skilja af greinarhöfundi Mbl., sem sagði frá listamannaþingi í Þýskalandi, þar sem íslenski fulltrúinn, Sigríður Björnsdóttir, vakti hvað mesta athygli „vegna þess að hún var glæsilegust kvenna á staðnum“ (Mbl. í ágúst).“

Magdalena Scham, Konur og fjölmiðlar, Vera 1. árg. 1982