Kópavogsvöllur

Kópavogsvöllur

Ekki hefur viðrað sérlega vel til útihlaupa í desember og janúar. Þá þarf að grípa til annarra ráða því ekki dugir að hreyfa sig ekki neitt. Fyrsta tilraun mín 2012  til að halda áfram að skokka tvisvar-þrisvar í viku eins og sl. haust, fór fram á Kópavogsvelli  í vikunni en þar er þessi fína hlaupabraut, 400 m, rudd og slétt og fín.