Ekki hefur viðrað sérlega vel til útihlaupa í desember og janúar. Þá þarf að grípa til annarra ráða því ekki dugir að hreyfa sig ekki neitt. Fyrsta tilraun mín 2012 til að halda áfram að skokka tvisvar-þrisvar í viku eins og sl. haust, fór fram á Kópavogsvelli í vikunni en þar er þessi fína hlaupabraut, 400 m, rudd og slétt og fín.
Er þessi braut opinn fyrir almenning? Kveðja úr Laugardalnum.
Já já, vertu velkominn!
Frábært, gott að vita af þessu!
Ég skrönglaðist 3 km í gær og var að drepast úr kulda. Ég var svo loppin að ég gat ekki valið réttan playlista og jólalögin glumdu í takt við glamrandi tennurnar.
Sjáumst á vellinum!