Kveðskapur á 17. öld

Vísur Mag. Gísla Vigfússonar (d. 1673)

 

Gísli var útskrifaður úr Skálholtsskóla 1658; sigldi sama ár; var í Leiden 1661; skólameistari á Hólum 1664-1667; trúlofaðist þá Guðríði dóttur síra Gunnars Björnssonar á Hofi á Höfðaströnd, sigldi 1668 og varð magister. Kom út aptur 1669. Giptist Guðríði 1670. Vísurnar eru því ortar 1668-69.

 

Langt er síðan eg langvíu sá

liggjandi í böndum, –

eg er kominn oflangt frá

öllum mínum löndum

Norðurfjöllin  nú eru blá,

neyð er að slíku banni, –

eg er kominn oflangt frá

ástar festu ranni.

Ýtar sigla í önnur lönd

auðs að fylla sekki.

Eigðu Hof á Höfðaströnd,

hvort þú vilt eða ekki.

 

(Blanda I, 1918-1920, bls 233)