Þórir Jónsson skrifaði eftir að hafa verið við fjölmenna útför Óttars Einarssonar:
„Það tekur sinn tíma að átta sig á því að símtölin við Óttar verða ekki fleiri.
Læðist yfir lífsins torg
ljásins feigðarhvinur.
Harmur sest í hugarborg;
horfinn gamall vinur“