Sigurður Breiðfjörð

Vísa eftir Sigurð Breiðfjörð

Í veizlu á Hjaltabakka í Húnavatnssýslu var Sigurður Breiðfjörð gestur og var orðinn svo drukkinn, að tveir menn fóru út með hann um kvöldið eða nóttina, til þess að hjálpa honum að kasta af sér vatni. Sjór var fallinn hátt. Lítur Sigurður þá fram á sjóinn og segir:

Fallegt er, þá fellur sjór

að fjalla klónum.

Einn er guð í öllu stór

og eins í sjónum.

 

(eftir blöðum að norðan, Blanda, fróðleikur gamall og nýr VII, 1940-1943, bls. 380)