„Það var þegar heill hópur af Reykjavíkurstrákum voru að skrifa bækur um reynslu sína af því að vera sendir í sveit, endalausar karlasögur fóðraðar með sjálfsánægjunni af því að vera strákar úr sveitaborginni Reykjavík, mættir galvaskir á ritvöllinn til að byggja sér frægðarturna úr minningum sínum af skrýtnu sveitafólki og hvernig þeir hefðu nú orðið að státnum, stæltum og vel gefnum karlmönnum af þrældómnum í sveitinni hjá hyskinu sem þar bjó. Það var þá sem mér datt í hug að gaman væri að skrifa bók um hvernig það var að vera sveitastelpa, lét þó aldrei verða af því.“
Þórhildur Ólafsdóttir, Efndir (50)