Tímarit máls og menningar

Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur

Á dögunum kom út fyrsta hefti TMM 2013. Þar er greinin mín um Svein Pálsson náttúrufræðing og lækni (1762-1840), hún ber heitið „En til hvers er að dvelja við slíka dagdrauma?“ Fyrst rakst ég á Svein þegar ég var í námi í íslenskum bókmenntum í HÍ sællar  minningar og hann hefur verið mér hugleikinn síðan. Hann skipaði sess í lokaritgerð minni til MA-prófs sem fjallar um ferðasögur fyrra alda. Ég hef tvisvar haldið erindi um Svein, þennan stórmerka mann, og rekst oft á hann í gömlum bókum. Hægt er að lesa greinina hér: Sveinn_TMM2013.